Sjálfbærni og sköpun

Námið

berjamo

Skapandi sjálfbærni
60 eininga lánshæft nám

Nám í skapandi sjálfbærni veitir nemendum forskot til að mæta áskorunum framtíðarinnar með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi. Nemendur fá tækifæri, andrými og aðstöðu til að rannsaka og rækta eigin sköpunargáfu, styrkleika og verklega færni, Námið er rannsóknarmiðað og sveigjanlegt, nemendur taka virkan þátt í mótun þess og eru hvattir til frumkvæðis og tilraunastarfsemi. Nemendahópurinn er alþjóðlegur og því er kennt á ensku en einnig stuðst við íslensku. 

Viðfangefni námsins eru síbreytileg, þau taka mið af árstíðum, veðri og vindum ásamt því að takast á við málefni líðandi stundar. Nemendur eru hvattir til að efla skapandi og gagnrýna hugsun og kynnast nýsköpun í meðhöndlun afurða. 

Þú ert einum smelli frá því að sækja um nám í Skapandi sjálfbærni

- nám sem skapar tækifæri og opnar nýjar leiðir í lífinu.

NÝSKÖPUN

NÝSKÖPUN

Lögð er áhersla á nýsköpun á sjálfbæran hátt með hagsmuni neytenda og náttúruauðlinda að leiðarljósi.

HANDVERK

HANDVERK

Verkleg kunnátta er mikilvægur hluti af náminu og því er lögð áhersla að nemandinn kynnist helstu aðferðum og tækni í margskonar handverki.

EFNISÞEKKING

EFNISÞEKKING

Nemendur kynnast staðbundnu hráefni, gera efnisrannsóknir og læra fjölbreyttar aðferðir við meðhöndlun og nýtingu þess.

Menntun til sjálfbærni

Nám í Skapandi sjálfbærni miðar að því að styðja við umbætur í átt að sjálfbærni, efla þekkingu og skilning á efnivið, lífríki, samfélagi og menningu til að átta okkur á eigin ábyrgð og því hvernig við getum tekið ábyrgð sem einstaklingar og sem samfélag. Markmiðið er að útskrifa lausnamiðaða nemendur með traustan þekkingargrunn, þor, kraft og hugrekki til að prófa nýjar leiðir.

Staðbundið

Austurland er matarkista með gjöful mið, fjöll og firði þar sem villtir sveppir og ber, lífrænt ræktað grænmeti, fiskur, hreindýr og önnur villibráð eru meðal hráefna.

Nemendur kynnast staðbundu hráefni svæðisins, taka þátt í öflun þess og læra fjölbreyttar aðferðir við meðhöndlun og nýtingu þess. Nemendur kynnast öllu ferli þeirra hráefna sem þeir vinna með og áhersla er að vinna með árstíðarbundið hráefni.

Með meðhöndlun ólíkra hráefna fá nemendur dýrmæta innsýn og öðlast efnisþekkingu sem skilar sér í ríkari vistkerfisvitund. Hugað er sértaklega að hvaðan hráefnið kemur, hringrás hráefna og siðfræði náttúrnytja. 

Tengsl

Í náminu kynnast nemendur framleiðendum og frumkvöðlum sem vinna með staðbundin hráefni. Þau kynnast framleiðslumöguleikum, mismunandi aðferðum og fjölbreyttum tækjum og tólum.

Sérfræðingar af ýmsum sviðum styðja við fræðilegar undirstöður, veita faglega innsýn, auka á fjölbreytileikann í náminu og skapa nýjar tengingar við aðila og stofnanir. Nemendur vinna að raunhæfum verkefnum í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu og fá þannig innsýn í framleiðsluferlið frá hráefni til afurðar.

Lögð er áhersla á ábyrga nýsköpun sem hefur hagsmuni samfélagsins og lífríkis að leiðarljósi. 

Arfur

Nemendur kynnast helstu aðferðum og tækni í margskonar handverki og lögð er rík áhersla á að hlúa að óáþreifanlegum menningararfi og miðlun þekkingar milli kynslóða.

Nemendur kynnast hefðbundum aðferðum fyrri kynslóða m.a. í meðferð og vinnslu hráefna, mismunandi verkunar og geymsluaðferða og nýtingarmöguleikum vannýttra hráefna. Nemendur kynnast jafnframt skapandi uppfinningum alþýðufólks fyrri tíma þurfti að bjarga sér með það hendi var næst.

Nemendur læra að nálgast menningararfinn með skapandi og gagnrýnni hugsun ásamt því að nálgast nýsköpun með með lærdóm fyrri kynslóða í farteskinu. 

joel testimonial
joel testimonial
Logo_hvitt_200x200_x1.png
Hallormsstaðaskóli 
Sími 471 1761 
kt. 640169-0959
Hallormsstað
701 Múlaþing
© 2024, Hallormsstaðaskóli

Skráðu þig á póstlista Hallormsstaðaskóla

Fylgstu með hvað er á döfinni hjá Hallormsstaðaskóla með því að skrá þig á póstlistann okkar.  

IS  /  EN